Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs veitir vísindafólki ráðgjöf við tölfræðilegar greiningar í rannsóknum. Við Tölfræðiráðgjöfina starfa 3 – 4 sérfræðingar í tölfræði. Hlutverk þeirra er að veita starfsfólki og doktorsnemum á Heilbrigðisvísindasviði faglega aðstoð og ráðgjöf.

Fyrir hverja er þjónustan?

Akademíska starfsmenn og doktorsnema á Heilbrigðisvísindasviði HÍ. Ekki er veitt ráðgjöf eða aðstoð við verkefni í námskeiðum.

Hvað er í boði?

1. Stuttar fyrirspurnar
Styttri fyrirspurnir í gegnum Facebook síðu Tölfræðiráðgjafarinnar eða með tölvupósti á trhvs@hi.is er svarað eins fljótt og auðið er. Í sumum tilfellum mun ráðgjafi mæla með að panta tíma í styttri eða lengri ráðgjöf.

2. Styttri ráðgjöf
Er hugsuð sem ráðgjöf veitt með viðtölum á skrifstofu ráðgjafarinnar í eitt eða tvö skipti í 1-2 klst í senn.
ATH! einungis er hægt að fá tíma mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.

3. Lengri ráðgjöf
Í boði er lengri ráðgjöf með möguleika á formlegu samstarfi við flóknari tölfræðiúrvinnslu sem krefst meiri tíma af hálfu tölfræðingsins. Meðhöfundaréttur tölfræðings verður skoðaður.

Tímapantanir

ATH! nauðsynlegt er að panta tíma til þess að fá viðtal hjá Tölfræðiráðgjöfinni. 

Spurningar sem þarf að svara þegar tími er pantaður:
1. Ertu akademískur starfsmaður eða framhaldsnemi innan HVS?
2. Deild (og rannsóknastofa ef við á)
3. Lýsandi heiti rannsóknarverkefnis
4. Ábyrgðarmaður rannsóknaverkefnis
5. Rannsóknarspurning eða markmið rannsóknarinnar
6. Rannsóknarsnið eða aðferð við gagnasöfnun
7. Eðli gagnanna (lýsandi breytur, gerð gagna)
8. Hvers kyns ráðgjöf er óskað? (t.d. aðtoð við rannsóknaráætlun, aðstoð við gagnaúrvinnslu, túlkun niðurstaðna)

Við hverju má búast þegar fengin er ráðgjöf?

  • Þegar óskað er eftir ráðgjöf er gott svara spurningunum hér fyrir ofan til að til að ráðgjafinn nái skilja gögnin og rannsóknaspurningarnar sem best áður en komið er í viðtal.
  • Í sumum tilfellum getur tölfræðingur þjónustunnar svarað erindinu strax í fyrsta viðtali en í öðrum tilfellum þarf hann/hún að afla sér frekari upplýsinga til að finna hentugustu lausnina
  • Starfsmenn Tölfræðiráðgjafar HVS geta svarað spurningum um mismunandi pakka í ýmsum tölfræði forritum. Við höfum aðgang að R, SPSS, STATA og fleiri. Starfsmenn okkar eru ekki sérfræðingar í hverju þeirra en munu gera sitt besta til að svara spurningum um þau tölfræði forrit sem viðskiptavinir nota.
  • Þegar tími hefur verið bókaður og spurningum svarað, mun ráðgjafi þjónustunnar hafa samband við þig eins fljótt og auðið er til að staðfesta bókunina eða leggja til breyttan tíma
  • Tölfræðingar Tölfræðiráðgjafar HVS eru einungis ráðgjafar. Okkar hlutverk er að aðstoða viðskiptavini ráðgjafarinnar við að velja hentugustu lausnina til að viðskiptavinurinn geti unnið verkið sjálf/ur. Ekki er ætlast til að starfsmenn ráðgjafarinnar vinni tölfræðilegar greiningar fyrir rannsakendur nema um það sé samið fyrirfram og meðhöfundarréttur tölfræðings skoðaður.
  • Kostnaður: Greiða þarf fyrir þjónustuna samkvæmt ákvörðun HVS

Gjaldskrá

Greiða þarf fyrir þjónustuna samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá:

 Minni verkefni (2-9 klst.)Stærri verkefni (10 klst. eða meira)
Nemar við HÍ og annars staðar8.0007.000
Kennarar/Starfsfólk HÍ12.10011.200
Aðrir17.90016.500

Verðin eru fyrir hverja útselda klukkustund. Ekki er greiddur virðisaukaskattur af þessari þjónustu.

Aðstoð fyrsta klst. eða í gegnum samfélagsmiðla er án endurgjalds. Eftir 10 klst. myndast samstarfssamningur þar sem starfsmaður eða stjórnandi getur orðið meðhöfundur að rannsóknarverkefni.

Gjaldskrá gefin út 18. janúar 2018.