Figure2_ReviewedEf þú ert að byrja að nota R, eða byrja aftur eftir langa pásu, eða langar að skerpa á R aðferðarfræðinni þá mæli ég sérstaklega með Data Science Specialization pakkanum frá Coursera hjá John Hopkins University. Lengi vel var ég að flakka á milli hinna ýmsu tölfræðiforrita þar til að ég var hvött til að gefa því tækifæri að nota R við öll verkefni. Ég ákvað að kýla á það en fannst ég þurfa að læra betur á það. Því ákvað ég að fara í gegnum fyrstu námskeiðin á þessum pakka hjá Coursera – og ég sé sko alls ekki eftir því! Eins og flestir sem þekkja mig vita, þá er ég algjör R aðdáandi og það er m.a. þessum námskeiðspakka að þakka. Í þessum pakka er boðið upp á 9 kúrsa (auk lokaverkefnis) þar sem kennt er á grunninn í R (R Programming), hvernig á að ná í og hreinsa gögn (Getting and Cleaning Data), hvernig á að gera grunn athugun á gögnunum (Exploratory Data Analysis, t.d. teikna upp mynd eins og sjá má til vinstri) og margt fleira. Einnig er farið vel í hentuga aðferðarfræði við vinnu í R, t.d. hvernig er best að setja upp kóða, hvernig skal taka afrit af kóðanum, rekjanleika og fleira. Námskeiðin eru kennd með fyrirlestrum og vikulegum verkefnum og hægt er að velja einn og einn kúrs til að taka eða taka alla í röð. Þannig er hægt að vinna verkefnin þegar manni hentar innan vikunnar. Í lok námskeiðsins, ef þú hefur greitt fyrir það, þá færðu skírteini frá John Hopkins University um að þú hafir lokið námskeiðinu en það er nauðsynlegt ef ætlunin er að fá einingar fyrir námskeiðið (ef það er samþykkt fyrirfram innan skólans sem þú ert í). Einnig er hægt að fara frítt í gegnum námskeiðið en þá er ekki gefið út skírteini.

En hægt er að finna námskeið um nánast hvað sem er á netinu og ef þú hefur áhuga á að skoða þetta frekar þá getur þú byrjað að leita hér eða inni á Coursera.

Athugasemdir

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.