
Í tilefni af Sálfræðiþingi 2019 ætlar Tölfræðiráðgjöfin að bjóða upp á hálfs dags námskeið í klínískum spálíkönum. Í þessu námskeiði fá gestir að kynnast hinum ýmsu forspárlíkönum sem nýtast almennt í heilbrigðis- og lýðheilsuvísindum. Dæmi fást um almenn línuleg líkön með normaldreifðar leifar, tvíkosta áhættureikna, lifunarlíkön fyrir tíma að atburði og Poisson líkön til að spá fyrir um talningargögn, auk aðferða til að prófa og staðfesta forspárgetu þeirra á mannamáli.
Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 11. april klukkan 09:00 – 12:00 og verður staðsetning auglýst síðar. Skráning fer fram í tölvupóstfanginu
trhvs@hi.is. Vinstamlegast notið fyrirsögnina “Klínísk spálíkön: Skráning”. Námskeiðið verður kennt á ensku ef þess er þörf.
Námskeiðið mun notast við R og RStudio og til hliðsjónar verður bókin Clinical Prediction Models eftir Ewout Steyerberg.