Um okkur

Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands (Tölfræðiráðgjöf HVS) er þjónusta fyrir akademíska starfsmenn og doktorsnema á Heilbrigðisvísindasviði HÍ. Sjá nánari upplýsingar um þjónustu í boði.

Hvernig varð verkefnið til?
Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs var stofnuð vorið 2016. Með stofnun Tölfræðiráðgjafarinnar er markmiðið að koma til móts við síaukna eftirspurn starfsfólks og framhaldsnema við Heilbrigðisvísindasvið um faglega aðstoð og ráðgjöf í tölfræði. Starfshóp um Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs skipa Sigrún Helga Lund, lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Thor Aspelund, prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum og Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild.

Hvernig þjónustu veitir Tölfræðiþjónusta HVS?
Tölfræðiþjónusta HVS veitir ekki einungis ráðgjöf við tölfræðilegar greiningar, heldur einnig við hvert skref í rannsóknarferlinu. Tölfræðiþjónusta HVS veitir m.a. ráðgjöf við:

  • myndun rannsóknarspurningar eða núll tilgátu (Problem Formulation)
  • ákvörðun rannsóknarsniðs
  • val á tölfræðiaðferð
  • framkvæmd rannsóknar og túlkun niðurstaðna
  • notkun tölfræðiforrita við framkvæmd tölfræðilegra greininga
  • að skilja tölfræðilegar aðferðir sem notaðar eru í öðrum rannsóknum og nefndar í ritrýndum rannsóknargreinum um efnið
  • val á tölfræðiforriti
  • aðferðarfræðihluta styrksumsókna
  • að svara ritrýni í birtingaferli rannsóknagreina

Hvar erum við staðsett?
Skrifstofa ráðgjafarinnar er á 3. hæð, stofu 331 í Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.

Hafa samband
Bóka ráðgjöf
Senda okkur tölvupóst
Facebook

Hverjir veita ráðgjöf

©Kristinn Ingvarsson Jóhanna Jakobsdóttir er verkefnastjóri tölfræðiráðgjafarinnar. Hún er líftölfræðingur með sérhæfingu í erfðatölfræði. Jóhanna er með doktorspróf frá University of Pittsburgh og var nýdoktor í tölfræði við University of Chicago í Bandaríkjunum. Hún starfar einnig sem erfðatölfræðingur hjá Hjartavernd.
©Kristinn Ingvarsson Thor Aspelund er prófessor við Háskóla Íslands og er með Ph.D. í tölfræði frá University of Iowa. Hann starfar einnig sem yfirtölfræðingur hjá Hjartavernd.
©Kristinn Ingvarsson Sigrún Helga Lund er lektor við Háskóla Íslands og hún er með Ph.D. í tölfræði frá sama skóla.
ThorhallurBetri Þórhallur Ingi Halldórsson er prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild. Þórhallur er með doktorsprófi í lýðheilsu (Public health science) frá Copenhagen Graduate School of Health Sciences.
ThorhallurBetri Ottó Hólm Reynisson er meistaranemi í tölfræði við Háskóla Íslands. Ottó er með B.Sc próf frá sama skóla.
ThorhallurBetri Árni Víðir Jóhannesson er meistaranemi í tölfræði við Háskóla Íslands. Árni er með B.Sc. próf í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Athugasemdir