CausalPieModelBetriKenneth Rothman er þekktur faraldsfræðingur sem hefur skrifað fjöldann allan af greinum og bókum, m.a. um aðferðarfræði í rannsóknum. Tölfræðingur ráðgjafarinnar rakst á eina af hans greinum frá árinu 2013 þar sem hann skrifar um sex „mýtur“ (e. misconseptions) innan aðferðarfræðinnar sem þráast við en eru ekki ekki réttar. Ein af þeim er t.d. „Einungis á að nefna P-gildi eða öryggisbil sem búið er að leiðrétta fyrir endurteknum tölfræðiprófum“ (e. „One should always report P values or conficence intervals tha thave been adjusted for multiple comparisons“). Önnur er: „Hægt er flokka rannsóknarsnið eftir gæðum: slembdar klínískar tilraunir eru áreiðanlegastar, svo ferilrannsóknir og að lokum tilfella-viðmiðarannsóknir sem eru ekki eins áreiðanlegar og hinar“ (e. „There is a hierarchy of study designs; randomized trials provide the greatest validity, followed by cohort studies, with case–control studies being least reliable.”). Í grein sinni ræðir Rothman þennan misskilning, hvað má forðast og fleira í tengslum við aðferðarfræði í rannsóknum. Ráðgjafar Tölfræðiráðgjafar HVS HÍ mæla eindregið með þessari grein sem var birt í Journal of General Internal Medicine og má nálgast hér.

Athugasemdir

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.