erik_fyrirlesturÍ gær fórum við starfsmenn Tölfræðiráðgjafarinnar á mjög áhugaverðan fyrirlestur í tveimur hlutum hjá Dr. Erik Barry Erhardt dósents við stærðfræði- og tölfræðideild Háskólans í Nýju Mexíkó (University of New Mexico) í Bandaríkjunum. Þar stýrir hann líftölfræðisetri í greiningum á heilavirkni og sjúkdómum sem tengjast heilastarfsemi.

Í fyrrihluta erindis síns fór Erik í myndræna framsetningu gagna og niðurstaðna (e. „Visualizing Scientific Data“) þar sem hann talaði mikið um mikilvægi þess að hugsa sig vel um áður en maður setur upp t.d. graf, mynd eða töflu. Hvað er það sem við viljum að komi fram? Það skiptir einnig miklu máli er að lesandinn þurfi að taka sem fæst skref sjálfur til að skilja skilaboðin sem grafið/myndin/taflan er að segja. Erik fór yfir 6 lykilatriði sem gott er að hafa í huga við þessa framsetningu, s.s. er sniðugt að nota liti, hvernig á að setja upp gröf/myndir, hvað á ég að setja mikið af upplýsingum á hvert graf, og margar fleiri vangaveltur sem við sem vísindamenn veltum oft fyrir okkur.

Í seinnihluta fyrirlestursins fór Erik í bayesíska nálgun á greiningu segulómunar myndraða (fMRI) af heila í mönnum (e. „A Bayesian Approach for Estimating Dynamic Functional Connectivity Networks in fMRI Data“). Þar kynnti hann nýja nálgun á aðferðarfræðinni þar sem að þau nota m.a. „hidden Markov“ módel sér til stuðnings.

Það mátti læra margt af þessum fyrirlestrum Eriks og þóttu starfsmönnum ráðgjafarinnar gríðarlega gaman af því að hitta Erik sem er einkar vinalegur.

Hægt verður að nálgast fyrirlestrana hér innan skamms.

Athugasemdir

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.