logo_hvs(English below)

Skilafrestur ágripa á 18. ráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum er til 1. október 2016.

Ráðstefnan fer fram á Háskólatorgi dagana 3. og 4. janúar 2017. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem er efst á baugi í líf- og heilbrigðisvísindum innan Háskóla Íslands og utan hverju sinni. 

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um skil ágripa.
Smellið hér til þess að skrá ykkur á ráðstefnuna.

Ráðstefnan fór síðast fram í ársbyrjun 2015 og var fjölsóttasta ráðstefnan frá upphafi með rúmlega 800 þátttakendum. Flutt voru 282 erindi og 160 veggspjöld voru til sýnis. 

Á dagskrá ráðstefnunnar í janúar n.k. verða málstofur, veggspjaldasýningar og spennandi gestafyrirlesarar. Skipulag ráðstefnunnar verður með svipuðu sniði og áður. Sérstök áhersla verður lögð á að málstofur á ráðstefnunni verði eins þverfræðilegar og hægt er til þess að tengja saman vísindafólk úr ólíkum greinum. Ekkert skráningargjald er á ráðstefnuna en skráning er samt sem áður skilyrði fyrir þátttöku.Samþykkt ágrip verða birt í fylgiriti Læknablaðsins sem dreift verður á ráðstefnunni og á heimasíðu Háskóla Íslands. 

Heilbrigðisvísindasvið býður öllum þeim sem stunda rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands eða tengdar stofnanir og fyrirtæki til þátttöku í ráðstefnunni.

Undirbúningur og framkvæmd 18. ráðstefnunnar er í höndum skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs og sérstakrar undirbúningsnefndar. Í undirbúningsnefndinni sitja Alfons Ramel, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild, Fanney Þórsdóttir, dósent við Sálfræðideild, Karl Andersen, prófessor við Læknadeild og formaður nefndarinnar, Margrét Þorsteinsdóttir, dósent við Lyfjafræðideild, Páll Biering, dósent við Hjúkrunarfræðideild og Svend Richter, dósent við Tannlæknadeild. 

Við hlökkum til að sjá ykkur öll í janúar!

————————————————————————-

The deadline for abstract submission for the 18th Conference on Research in Biomedical and Health Sciences is 1 October 2016

Click here for more information on abstract submission.
Click here to register for the conference.

The conference will be held on 3rd and 4th of January 2017 in Háskólatorg. The objective of the conference is to present and promote the latest developments in biomedical and health sciences within the University of Iceland and related institutions.

The School of Health Sciences invites all researchers in biomedical and health sciences at the University of Iceland and other related institutions or companies to participate in the conference.

The conference took last place in January 2015 and was the best attended conference so far with over 800 participant, 282 oral presentations and 160 posters.

The programme for the next year’s conference includes parallel sessions, poster presentations and exciting guest lectures. There will be a special emphasis on interdisciplinary sessions to connect scientists from different fields. Participation is free of charge but registration is obligatory.
Accepted abstracts will be published in a Læknablaðið supplement journal that will be distributed during the conference and made available on the University of Iceland website.

The conference is administered by the School of Health Sciences office in collaboration with a special conference committee.

We look forward to see you in January!

Athugasemdir

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.