Mynd úr R for Data Science eftir Hadley Wickham.

Í haust ætlar Heilbrigðisvísindasvið að bjóða upp á nýtt námskeið fyrir framhaldsnemendur. Námskeiðið er kennt af starfsmönnum Tölfræðiráðgjafarinnar og fjallar um undirstöðuatriði gagnaúrvinnslu. Ætlast er til þess að nemendur hafa fyrri kynni af hugbúnaðinum R og RStudio.

Oft eru gögn afhend á formi sem er ekki hentugt fyrir tölfræðilegar aðferðir. Í námskeiðinu verður því stigið skref í burtu frá tölfræðiprófum og frekar fjallað um gagnaúrvinnslu frá hönnunarlegu sjónarmiði. Nemendur venja sig á að svara eftirfarandi spurningum:

  1. Hvernig líta gögnin út?
  2. Hvernig vil ég að þau líti út?
  3. Hvernig læt ég þau líta þannig út?

Þegar gögn eru komin á hentugt form verður gagnaúrvinnsla oft eins og listform. Oftast er ekki til eitt rétt myndrit eða ein rétt tafla, en nemendur læra að útbúa birtingartilbúin myndrit og töflur sem henta aðstæðum að hverju sinni.

Hvað þýðir það að gagnaúrvinnsla sé búin? Hvenær heppnast eða mistekst gagnaúrvinnsla? Ekki eru til skýr svör við þessum spurningum, en við leitum svara í haust. Stuðst verður við bókina R for Data Science eftir Hadley Wickham sem er aðgengileg í bookdown útgáfu hér. Auk þess verður stuðst við aðrar bækur á https://bookdown.org/ þegar þörf krefur.

Hlekkur á námskeiðsvef.

Athugasemdir

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.