Ítarefni á netinu

Kennslubanki
Kennslubankinn er opin alhliða upplýsingaveita um kennsluefni í tölfræði og stærðfræði. Kennarar á öllum sviðum Háskóla Íslands geta lagt inn efni í bankann og má þar finna kennslumyndbönd, skjámyndir, hlekki á gagnvirkar æfingar, kóða fyrir tölfræðiforrit og gögn til að nota við kennslu. Nemendur geta flett upp námsefni eftir námskeiðum, aðferðum, tungumáli sem og forriti.

Institute for digital research and education UCLA
Gagnlegar upplýsingar og leiðbeiningar um tölfræðilega úrvinnslu frá UCLA í Bandaríkjunum í hinum ýmsu forritum s.s. R, SPSS, STATA og SAS.

R niðurhal
Hér má nálgast tölfræðiforritið R sem við mælum mikið með. Það er mjög víða notað í alla tölfræðilega úrvinnslu.

RStudio
Viðbót við R sem mörgum finnst gott að nota. Þetta er öðruvísi viðmót (mörgum finnst þetta einfaldara) og býður upp á möguleika eins og að búa til búa til glærur, skýrslur sem samaneina greiningar og texta, og margt fleira.

ggplot
Leiðbeiningar fyrir R pakkann “ggplot2” sem er mjög gagnlegur til að búa til góð gröf sem hægt er að nota í vísindagreinar, fyrirlestra og fleira.