
Hvar erum við?
Læknagarður, 3. hæð, stofa 331
Íslensk Erfðagreining, Miðstöð í Lýðheilsuvísindum
Fyrir hverja er þjónustan?
Akademíska starfsmenn og framhaldsnema á Heilbrigðisvísindasviði HÍ. Ekki er veitt ráðgjöf eða aðstoð við verkefni í námskeiðum.
Hvað er í boði?
Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs veitir vísindafólki ráðgjöf við tölfræðilegar greiningar í rannsóknum. Við Tölfræðiráðgjöfina starfa 3 – 4 sérfræðingar í tölfræði. Hlutverk þeirra er að veita starfsfólki og framhaldsnemum á Heilbrigðisvísindasviði faglega aðstoð og ráðgjöf.
ATH: Einungis er hægt að fá tíma mánudaga og fimmtudaga í almenna ráðgjöf og miðvikudaga í Íslenskri Erfðagreiningu, og nauðsynlegt er að panta tíma fyrirfram .
1. Stuttar fyrirspurnir
- Styttri fyrirspurnir í gegnum Facebook síðu Tölfræðiráðgjafarinnar eða með tölvupósti á trhvs@hi.is er svarað eins fljótt og auðið er. Í sumum tilfellum mun ráðgjafi mæla með að panta tíma í styttri eða lengri ráðgjöf.
2. Styttri ráðgjöf
- Er hugsuð sem ráðgjöf veitt með viðtölum á skrifstofu ráðgjafarinnar í eitt eða tvö skipti í 1-2 klst í senn.
3. Lengri ráðgjöf
- Í boði er lengri ráðgjöf með möguleika á formlegu samstarfi við flóknari tölfræðiúrvinnslu sem krefst meiri tíma af hálfu tölfræðingsins. Meðhöfundaréttur tölfræðings verður skoðaður.

Tímapantanir
Spurningar sem þarf að svara þegar tími er pantaður:
- Ertu akademískur starfsmaður eða framhaldsnemi innan HVS?
- Deild (og rannsóknastofa ef við á)
- Lýsandi heiti rannsóknarverkefnis
- Ábyrgðarmaður rannsóknarverkefnis
- Rannsóknarspurning eða markmið rannsóknarinnar
- Rannsóknarsnið eða aðferð við gagnasöfnun
- Eðli gagnanna (lýsandi breytur, gerð gagna)
- Hvers kyns ráðgjafar er óskað? (t.d. aðtoð við rannsóknaráætlun, aðstoð við gagnaúrvinnslu, túlkun niðurstaðna)
Við hverju má búast þegar fengin er ráðgjöf?
- Þegar óskað er eftir ráðgjöf er gott að svara spurningunum hér fyrir ofan til að ráðgjafinn nái að skilja gögnin og rannsóknaspurningarnar sem best áður en komið er í viðtal.
- Í sumum tilfellum getur tölfræðingur þjónustunnar svarað erindinu strax í fyrsta viðtali en í öðrum tilfellum þarf hann/hún að afla sér frekari upplýsinga til að finna hentugustu lausnina.
- Starfsmenn Tölfræðiráðgjafar HVS geta svarað spurningum um mismunandi pakka í ýmsum tölfræði forritum. Við höfum aðgang að R, SPSS, STATA og fleiri. Starfsmenn okkar eru ekki sérfræðingar í hverju þeirra en munu gera sitt besta til að svara spurningum um þau tölfræði forrit sem viðskiptavinir nota.
- Þegar tími hefur verið bókaður og spurningum svarað, mun ráðgjafi þjónustunnar hafa samband við þig eins fljótt og auðið er til að staðfesta bókunina eða leggja til breyttan tíma.
- Tölfræðingar Tölfræðiráðgjafar HVS eru einungis ráðgjafar. Okkar hlutverk er að aðstoða viðskiptavini ráðgjafarinnar við að velja hentugustu lausnina til að viðskiptavinurinn geti unnið verkið sjálf/ur.
- Ekki er ætlast til að starfsmenn ráðgjafarinnar vinni tölfræðilegar greiningar fyrir rannsakendur nema um það sé samið fyrirfram og meðhöfundarréttur tölfræðings skoðaður.
- Kostnaður: Greiða þarf fyrir þjónustuna samkvæmt ákvörðun HVS
Gjaldskrá
Frá og með desember 2018 er þjónustan gjaldfrjáls fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. Þó þarf að taka fram á hvaða einingu innan HÍ skal skrá þjónustuna.
Gjaldskrá gefin út 1. desember 2018.